Áklæði

Erum með mikið úrval af áklæðum fyrir bólstrun.  Þessi listi hér fyrir neðan er ekki tæmandi fyrir það úrval sem við erum til sýnis hjá okkur. Ekki hika við að kíkja við hjá okkur til að sjá og þreifa á þeim óteljandi prufum sem við eigum til fyrir bólstrun.

Hágæða bresk áklæði og leðurlíki til bólstrunar. Camira sérhæfa sig í náttúruvænum áklæðum og nota mikið ull, hör og öðrum umhverfisvænum efnum í sínum áklæðum.

Gæða spænsk áklæði sem við höfum verið að bólstra með í áratugi. Crevin eru slitsterk poly-blöndur sem auðvelt eru að þrífa og meðhöndla. 

Hágæða hollensk áklæði sem notast við alla flóruna, frá poly-blöndum upp í gæða ullaráklæði. Enginn er verður svikinn að bólstra sófa sinn með áklæði frá De Ploeg.